þriðjudagur, 30. desember 2014

Afrakstur kvöldsins

Þetta er það sem ég saumaði í kvöld:


Ég saumaði þetta í hvítan aida, 16 ct, með DMC númer 3884 (grái), 3892 (orange) og 3881 (græni).
Hnappana keypti ég frá USA fyrir 2 árum síðan, stærri er númer 75 (48 mm) og minni númer 60 (38 mm).
Pælingin er svo að gera þetta að bókamerkjum og seglum og selja til styrktar Mottumars :)
Það bætast fleiri litir við, á 13 númer eftir af nýju litunum.

Bókamerki :)


Þessa neðri gerði ég fyrir um 2 árum, en átti alltaf eftir að "hnappa" þá :)


Javinn er ecru á lit og miðað við mælingu á efninu, þá eru þeir gerðir í 18 ct.
Ég gerði Íslandið í hnappastærð 60 (38 mm) og Íslenska fánann í stærð 45 (28 mm)

Á alveg örugglega eftir að gera fleiri svona hnappa líka :)


Hugmynd og fjáröflun


Í fyrra fékk ég sent frá USA nýja DMC litalínu sem var gefin út þá.  Hef ekkert gert með þá liti, fyrr en núna að ég fékk hugmynd í kollinn, tengda mottumars og áheit á krabbameinsfélagið.
Mun vinna í þessari hugmynd núna á næstunni, vonandi selja hana svo, og hluti ágóðarins fer til Krabbameinsfélags Suðurnesja.  Afgangurinn fer í ferðasjóð fyrir London ferðina sem ég talaði um í síðustu færslu ;)



Í fjórða sinn...


...er ég að fara til London, og í hvert sinn er farið á vorsýningu The Knitting & Stitching Show.
Gamanferðir eru að selja pakka á sýninguna, smelltu hér til að skoða hann.

Ég fer ekki í þessum pakka reyndar, þetta er orðið að allsherjar frænkuferð og óvænt fer ég með núna.....maðurinn minn ætlar að gefa mér þetta í afmælisgjöf :) :)

Hlakka til :)


sunnudagur, 28. desember 2014

UFO

Þegar maður er að vinna í mynd þá er staðan á henni "í vinnslu" eða á enskunni 
WIP (work in progress).
Þegar WIP er lagt til hliðar......í laaaaangan tíma, þá verður það
UFO (unfinished object).
Þessi jólatrésmotta er eitt af mínu, reyndar fáu, UFO-um.

Byrjaði á þessu.....ég man ekki alveg hvenær en það var eftir að við fluttum hingað suður eftir og við höfum búið hér í 5½ ár.  Er að mig minnir eiginlega alveg búin með framsta húsið.


Sokkaleitin mikla


Á næsta ári er ég með það markmið að finna sokka handa okkur öllum......og vera búin að sauma þá svona áður en öll börnin flytja að heiman ;)
Það þarf ss 5 í viðbót, ef ég geri líka fyrir dótturina sem er flutt að heiman ;)

Er búin að finna og kaupa einn, og er með augun á amk einum í viðbót....

Keypt á ebay fyrir 3656 kr.



laugardagur, 27. desember 2014

Það er svo margt.....


....sem mig langar að framkvæma, svo margt sem mig langar að sauma, en svo sit ég bara og skoða og skoða og sauma voðalega lítið ;)

Saumuðu jólagjafirnar slógu í gegn, ég gaf tengdapabba bænahendurnar, tengdamömmu viskustykki,  saumaði nafnið hans Jakobs Jóels hennar Oddnýjar systur og gaf honum, og jólasleða til Lindu og mömmu.  Mun klárlega gera fleiri sleða, þeir eru auðsaumaðir og mjög fallegir :)

Tengdapabbi fékk þessa
Tengdamamma fékk þetta
Mamma fékk þessa
Linda fékk þessa
Sæta músin frændi minn fékk þessa


Mig langar í saumaklúbb......mig langar í helgi í bústað með saumadótinu og lampa og góðum mat og frænku......

laugardagur, 20. desember 2014

Sótt úr innrömmun



Ég saumaði þessa mynd 2011, kláraði hana 6. nóv.
Hún fór svo ofan í kassa, ætlaði ekkert sérstakt með hana, fannst hún bara falleg.
Svo núna fyrir ca 10 dögum var ég að gramsa í kössum, og fann hana.....og hún gargaði ákveðið nafn á mig, þessi aðili ÆTTI að fá hana í jólagjöf.  Þannig að ég þvoði hana og kom henni í Innrömmun Hafnarfjarðar.  Það hafði verið mælt með þeirri innrömmun í einni grúbbunni á facebook þannig að ég ákvað að prófa hana.  Fínasta innrömmun, gæti eflaust flakkað þar á milli og Tempó í Kópavogi.



Praying hands frá Vervaco (2002/75.151)

þriðjudagur, 16. desember 2014

Meira nýtt dót...

Ég pantaði þessar myndir frá þýskri vefsíðu um daginn......fékk þær áður en ég opnaði þetta blogg :)



Ég er algjör sucker fyrir Vervaco myndunum og bollastæðuna langar mig að gefa tengdó í afmælisgjöf í apríl.......

mánudagur, 15. desember 2014

Nýtt dót

Ég fékk þetta fínerí í póstinum í dag

Borgaði 5304 kr með flutningi.

Pantaði þetta af ungverskri vefverslun, tók pínu tíma þar sem þau áttu þetta ekki til, en samskiptin mjög góð á milli :)
Ætla að sauma þetta á nýju ári og gefa.

Jólapeysujólakort

Ég sá þessi mynstur á einni síðunni sem ég er á, og féll fyrir þeim.  Þau eru í blaði sem heitir Cross Stitch Card Shop og eru í sept/Oct 2014 útgáfunni.


Svo fór ég að leita að herða"trjám" til að nota með......og fann þau hérna

Þetta er sko klárlega komið á to-do listann góða.......mun kaupa þessi herðatré eftir áramótin :)

*UPPFÆRT*
Þar sem sendingakostnaðurinn af þessum upphengjum þarna að ofan er alveg svakalega hár, fór ég að gramsa og leita og fann þessar leiðbeiningar til að græja þetta sjálfur !



sunnudagur, 14. desember 2014

Síðasti jólasnúllinn...

Ég saumaði síðasta snúllann í þessari pakkningu í kvöld.....er mjög sátt með þessi grey, þeir eru voða sætir :)










Nýr jólasnúlli í vinnslu

Þessi krútt komu 3 í pakkningu, og þessi varð númer 2....
Rétt að byrja

Afturstingurinn eftir
Tilbúinn :)
Þeir eru frekar fljótsaumaðir, ein kvöldstund eða svo :)







laugardagur, 13. desember 2014

DMC frítt mynstur

Ég á alveg örugglega eftir að nota þetta mynstur í skraut fyrir næsta ár.....jafnvel í gjafir :)



Jóla snúlli



Ég saumaði þetta krútt sl nótt.
Hann er frá Svarta Fåret, nr 1695.
Setti hann upp í 10 x 10 cm blindramma sem ég fékk í Söstrene Grene, festi hann með heftibyssu, og límdi svo borðann yfir heftiförin með límbyssu :)

Mjög sátt með útkomuna :)