mánudagur, 25. janúar 2016

Nýtt heklár

Ég byrjaði nýja árið á teppahekli.  Er að taka þátt í verkefni sem nefnist Veðráttuteppi Handverkskúnstar 2016.  Þar setur maður hitaskala, og velur liti fyrir hverja afmörkun, og heklar/prjónar eina umferð á dag með þeim lit sem tilheyrir hitastigi dagsins :)
Ferlega skemmtilegt verkefni :)
Ég setti skalann minn upp svona:


Er að gera þetta teppi að gjöf og tek því hitann í heimabæ þess sem á að fá það í jólagjöf í ár :)

Staðan eftir 17 daga.
Garnið er Kartopu Basik frá Handverkskúnst með nál númer 4


Svo núna á föstudaginn byrjaði ég á öðru teppi, barnateppi fyrir litla frænku.  Nota sama mynstur og að ofan en eigin litasamsetningu.
Ætla að láta barnateppið ganga fyrir og vinna hitt upp þegar það er búið :)

Staðan í kvöld 24. jan.
Garnið er Vital Hjertagarn frá Álafoss með nál númer 3,75.