Fyrst og fremst vil ég byðja þig sem sérð þetta, að afrita ekki neðangreint til birtingar annars staðar, heldur að vísa í þessa vefslóð :)
Nafnið kom nú bara til útaf garninu sem ég notaði í fyrstu tuskuna, Sunkissed frá Scheepjes
ll = loftlykkja
fp = fastapinni
hst = hálfur stuðull
Ég gerði 51 ll í upphafi, en í raun er hægt að nota hvaða oddatölufjölda sem er.
Gerði bara þann fjölda sem mér fannst koma best út uppá breidd.
Ég notaði nál númer 4 og var með Sunkissed bómullargarn, cotton 8 er með svipaðan grófleika.
Miðað við uppgefin fjölda verður tuskan ca 27 cm á breidd.
Í 1. umferð gerði ég til skiptis fp og hst, byrjað í annari lykkju frá krók.
(unnið í allar lykkjur nema fyrstu og endað á hst)
1 ll í lokin og snúið við.
Í næstu umferðum, og þar til ég næ lengdinni sem ég vil, sleppi ég fyrstu lykkjunni, vinn 2 hst í næstu, sleppi næstu, 2 hst í næstu osfrv út umferð (2 hst í aðra hverja lykkju)
Vinn alltaf í lykkjurnar sem ég sleppti í síðustu umferð, passa að gleyma ekki síðustu lykkjunni, hún er lítil og ræfilsleg ;)
Enda á 1 ll, sný við og endurtek.
Síðasta umferðin er alveg eins og þessi fyrsta, fyrir utan að sleppa ekki fyrstu lykkjunni :)
Byrjar á fp og endar á hst.
Fjöldi umferða er á oddatölu svo að fyrsta og síðasta umferð snúi eins :)
33 umferðir af mynstri, fyrir utan upphafs og lokaumferð, skiluðu mér tusku sem er ca 27 cm x 24 cm
Byrjar á fp og endar á hst.
Fjöldi umferða er á oddatölu svo að fyrsta og síðasta umferð snúi eins :)
33 umferðir af mynstri, fyrir utan upphafs og lokaumferð, skiluðu mér tusku sem er ca 27 cm x 24 cm
Ég held að það sé ekki sú hekl aðferð undir sólinni sem ekki er búið að gera, þannig að ekki er hægt að segja að ég hafi fundið þetta upp, það hefur örugglega einhver gert svona á undan mér :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli