Við komum heim frá London núna á mánudaginn eftir frábæra ferð. Æðislegur félagsskapur í mjög breiðum aldurshópi, yngsta 22 og elsta 72 :) Ekki allar með áhuga á handavinnu en við fórum samt allar á sýninguna í Olympia Hall.
Miðað við fyrstu sýninguna sem ég fór á, aðra jafnvel, þá varð ég fyrir vonbrigðum með þessa. Ef ég væri í skartgripagerð eða textílmálun eða kortagerð, þá hefði ég örugglega verið hrifnari. En fyrir útsaumsáhugafólk, var úrvalið lítið og lélegt. Einn bás með efni og ekki allt til, og einn lítill með pakkningum frá Michael Powell sem heilluðu mig ekki.
Mér tókst samt að eyða smá peningum, keypti um 2 metra af ivory lituðum java fyrir skómyndirnar mínar og svo gaf Halla mér 2 búta af glitrandi hvítum og 2 búta af glitrandi kremuðum java. Keypti mér garn í eina mynd sem ég ætla að byrja á þegar ég er búin með síðasta stelpuparið sem er í vinnslu, og 3 spottaklippur. Elska þessar klippur, mun klárlega kaupa meira af þeim á næsta ári. Já það verður sýning á næsta ári.....maður heldur í vonina að hún lagist ;)
Á myndinni sést líka í nálapakka sem ég var búin að panta og láta senda á hótelið, 250 stk ;)
Maður á aldrei of mikið af nálum :)
Á myndinni sést líka í nálapakka sem ég var búin að panta og láta senda á hótelið, 250 stk ;)
Maður á aldrei of mikið af nálum :)
Ég er ekki búin að sauma mikið.....nokkur spor í kvöldmáltíðina......
Smelltu hérna til að sjá vinnsluferlið :)
en falleg mynd sem er að fæðast hjá þér
SvaraEyða