föstudagur, 13. febrúar 2015

Tímataka og næsta par

Ég setti af stað umræðu í dag á Eitt spor enn...á facebook um verðlagningu á handavinnu...niðurstaðan var svosem ekkert ný...vinnan sem fer í handavinnu er stórlega vanmetin og þeir sem selja handverkið sitt fá aldrei brot af því sem sanngjarnt væri fyrir vinnu sína.
Þess vegna ákvað ég að taka tímann á næsta skópari, sjá hvernig þetta kæmi út í klukkustundum.
Ég setti skeiðklukku í gang og stoppaði hana ef ég stoppaði að sauma.
Búin með dekksta litinn nema 6 spor sem fara í reimarnar.
Horfandi á myndina þá finnst mér þetta bara pínulítið :/

3 klst og 47 mínútur.
1029 spor saumuð

2 ummæli:

  1. He he já, það er fróðlegt að taka tímann við svona verk. Kannski ég prófi það og saumi svo niðurstöðuna fyrir neðan nafnið :)

    SvaraEyða
  2. Já þetta kom mér á óvart....finnst einhvern veginn eins og ég ætti að vera búin með meira á þessum tíma

    SvaraEyða