mánudagur, 23. febrúar 2015

Fyrra stelpuparið klárt


Og þá er bara eitt par eftir af þessum fjórleik mínum :)  
Mun líklegast ekki klára það fyrr en eftir London ferðina sem er bara alveg að bresta á !
Hlakka til að klára síðustu myndina og koma þeim í innrömmun og svo í hendurnar á þeim sem eiga að fá pörin :)
Núna var ég með mynstrið í pdf skjali og var með á spjaldtölvunni minni.......þvílíkur lúxus !  


sunnudagur, 15. febrúar 2015

Búin og lokatími


Jæja, búin með seinna strákaparið og á þá 2 pör af stelpuskóm eftir
í þessu holli :)
Í dag fóru 1 klst og 42 mínútur í að klára.

Heildar vinnustundir voru 10 klst og 50 mín.
Heildar sporafjöldi er 2,625 spor.

laugardagur, 14. febrúar 2015

Hætt í dag...

...augun komin í kross og ég get ekki meir í dag.  Lítið eftir samt.....klára á morgun :)

Saumaði í 5 klst og 25 mín í dag.
Heildartími kominn er 9 klst og 8 mín.

föstudagur, 13. febrúar 2015

Tímataka og næsta par

Ég setti af stað umræðu í dag á Eitt spor enn...á facebook um verðlagningu á handavinnu...niðurstaðan var svosem ekkert ný...vinnan sem fer í handavinnu er stórlega vanmetin og þeir sem selja handverkið sitt fá aldrei brot af því sem sanngjarnt væri fyrir vinnu sína.
Þess vegna ákvað ég að taka tímann á næsta skópari, sjá hvernig þetta kæmi út í klukkustundum.
Ég setti skeiðklukku í gang og stoppaði hana ef ég stoppaði að sauma.
Búin með dekksta litinn nema 6 spor sem fara í reimarnar.
Horfandi á myndina þá finnst mér þetta bara pínulítið :/

3 klst og 47 mínútur.
1029 spor saumuð

fimmtudagur, 12. febrúar 2015

Fyrsta parið tilbúið


Var að setja síðustu sporin í fyrsta parið af 4 í þessu holli.....
Fel nöfnin því þetta á að koma á óvart og kannski gætu þau kíkt hérna inn ;)



miðvikudagur, 11. febrúar 2015

Miðvikudagsmont


Þetta er það sem ég er með í vinnunni.  Ég var að hugsa um að taka með mér heim þegar ég fór í vaktafrí um daginn en ákvað að geyma þetta hér og sauma á næturvöktum þegar ég get.  
Ekki búin með fyrsta parið af 4, en ekki mikið eftir heldur :)



Finnst þessir skór svo mikið æði :)

þriðjudagur, 3. febrúar 2015

Nýtt verkefni

Ég er búin að sauma þessa skó margoft.....fyrir börnin mín, í gjafir og fyrir aðra.

Núna er ég að sauma þá fyrir ættingja, og mun senda þeim þetta óvænt :)
4 stk.....2 stráka og 2 stelpur.


Baby shoes mynstur frá Yours Truly, gefið út 1982 :)

Fyrirfram mont ;)


Setti síðasta sporið í þessar í gærkvöldi :)

Er ánægð með hvernig þær komu út....hugsa að dökkur rammi verði málið :)
Merkti þær í sitthvort hornið niðri.....ekkert svo áberandi ;)



Vervaco PN-0011674

Vervaco PN-0011675


Vervaco PN-0011673


Saumaðar í 14 ct cream aida.




mánudagur, 2. febrúar 2015

Pósturinn kom...

...og færði mér þetta/þennan booklet.  Ein á síðunni minni saumaði í handklæðaborða með svo skemmtilegu stafrófi sem kom úr þessu booklet og ég varð að eignast það ;)

Var ekkert í næstu verslun svosem, kom út árið 2000 !
Æðisleg stafrófin í þessu og fullt af skemmtilegum myndum :)

Keypt á ebay.....borgaði 2213 kr með sendingu