mánudagur, 19. janúar 2015

Drekaeðlu handklæða pælingar

Ég á systurson sem mun byrja í skóla í haust.  Halla frænka hefur gert að sið að merkja handklæði barnabarna sinna og aukaafleggjara líka þegar þau byrja í skóla, svona þannig að þau týni þeim síður þegar leikfimin og sundið byrjar :)
Ég ætla að herma eftir henni og er búin að leita mikið af réttu myndinni til að setja með á borðana.
Hann er mikill risaeðlukall og ég er búin að finna æðislega mynd.....hún er eiginlega sambland af dreka og risaeðlu og agalega krúttleg.  Ég teiknaði hana upp í PC Stitch og speglaði hana líka þannig að hún getur verið báðum megin við nafnið hans.
Svo þegar hún frænka mín var að útskýra fyrir mér hvernig ætti nú að hegða sér til að festa borðana á handklæðin......hafa borðann svona langan til að gera ráð fyrir þessu og svo að gera svona og hinsegin.......ég benti henni bara pent á að ég þyrfti bara að fá borðana og skyldi sjá um að sauma í þá....svo fengi hún þá senda til baka ásamt handklæði og restin yrði í hennar höndum !  
Ég á ekki og hef aldrei átt saumavél til að græja svona......okkur semur hreinlega alls ekki, þeas mér og saumavél ;)
Þannig að frágangurinn mun verða hennar ;)
En ég þarf nú samt einhvern tímann að læra svona......hún verður ekki til staðar að eilífu.
Halla.......þú verður að skilja eftir leiðbeiningar í erfðaskránni.....ég verð glötuð án þín.

Drekaeðla ;)  Ekki sú sem ég valdi samt :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli