laugardagur, 31. janúar 2015

Bara smá eftir....


...af síðasta bollanum í þríleiknum mínum :)  Ég er búin að ákveða hvað ég geri við þær....ætla að koma þeim í innrömmun í Tempó og gefa í afmælisgjöf í apríl ;)
Á eftir henni mun ég byrja á bollastaflanum sem ég var búin að setja mynd af hérna.....sá stafli er líka afmælisgjöf, fyrir aprílafmæli :)


miðvikudagur, 28. janúar 2015

Montdagur

Á Eitt spor enn... á Facebook erum við með montdaga á miðvikudögum.  Þetta er montið mitt í vikunni.....ég var eitthvað að fikta í albúmunum hérna á síðunni og eyddi óvart út vinnslumyndunum fyrir fyrri bollann....
þannig að þeir koma saman ;)

Startdagur 23. jan 2015

föstudagur, 23. janúar 2015

Ég er hætt....


...að geta saumað í smátt efni.  Kaffibollamyndin sem ég talaði um í síðasta pósti kom með 18 ct efni og það er bara ekki að gera sig.  Bæði að ég þreytist svakalega í augunum + að með 2 þráðum verður hún eitthvað voðalega kjánaleg.
Þannig að ég ætla að skipta yfir í 14 ct......ágætt að ég var ekki búin með meira.


fimmtudagur, 22. janúar 2015

Skanner og vinnukópía

Ég fékk í desember þetta fínerí hérna sem ég er með í vinnunni.....var búin að sauma nokkur spor en fannst það smátt og erfitt, ég vildi ekki merkja á mynstrið því ég átti ekki vinnukópíu.
Var að tala við Höllu frænku um daginn og hún spyr, í umræðu um annað, hvort ég eigi ekki skanna.
Og ég á skanna !  Ég bara fattaði það ekki, þeas að þetta er fjölnota tæki, því ég hef bara notað prentarann hahahaha :)
Þannig að ég tók mynstrið með mér heim í morgun eftir næturvakt og skanna það og prenta.....og vá hvað þetta verður auðveldara :)
Ég ætla sko að vera með á næsta montdegi á Eitt spor enn...

Smá stærðarmunur


þriðjudagur, 20. janúar 2015

Ég er ekki kaupaóð.....

....nema bara stundum :)  
Stundum langar mig að eiga orginalinn og þá kaupi ég hann.
Í dag kom nýtt augnakofekt í póstinum......Tollurinn hirti pakkann fyrst og er hann því óþarflega dýr en skítt með það :)

Keypt frá USA í gegnum Ebay, borgaði með flutningi og tolli 7357 kr.
Holiday Stocking Ornaments frá Dimensions

mánudagur, 19. janúar 2015

Drekaeðlu handklæða pælingar

Ég á systurson sem mun byrja í skóla í haust.  Halla frænka hefur gert að sið að merkja handklæði barnabarna sinna og aukaafleggjara líka þegar þau byrja í skóla, svona þannig að þau týni þeim síður þegar leikfimin og sundið byrjar :)
Ég ætla að herma eftir henni og er búin að leita mikið af réttu myndinni til að setja með á borðana.
Hann er mikill risaeðlukall og ég er búin að finna æðislega mynd.....hún er eiginlega sambland af dreka og risaeðlu og agalega krúttleg.  Ég teiknaði hana upp í PC Stitch og speglaði hana líka þannig að hún getur verið báðum megin við nafnið hans.
Svo þegar hún frænka mín var að útskýra fyrir mér hvernig ætti nú að hegða sér til að festa borðana á handklæðin......hafa borðann svona langan til að gera ráð fyrir þessu og svo að gera svona og hinsegin.......ég benti henni bara pent á að ég þyrfti bara að fá borðana og skyldi sjá um að sauma í þá....svo fengi hún þá senda til baka ásamt handklæði og restin yrði í hennar höndum !  
Ég á ekki og hef aldrei átt saumavél til að græja svona......okkur semur hreinlega alls ekki, þeas mér og saumavél ;)
Þannig að frágangurinn mun verða hennar ;)
En ég þarf nú samt einhvern tímann að læra svona......hún verður ekki til staðar að eilífu.
Halla.......þú verður að skilja eftir leiðbeiningar í erfðaskránni.....ég verð glötuð án þín.

Drekaeðla ;)  Ekki sú sem ég valdi samt :)

þriðjudagur, 6. janúar 2015

Nýtt í póstinum

Mynstur keypt á Everythingcrossstitch.com og kostaði með flutningi 1352 kr

Ég á það til að kaupa það sem ég vil sauma, þetta er ekki allt "fengið að láni" á netinu.

Þetta vildi ég kaupa og eiga og gerði það :)

Þetta er á to-to lista ársins.