Mér finnst svooo gaman að fara í Álafossbúðina !  Ég held, að öllum öðrum verslunum ólöstuðum, að mér finnist skemmtilegast að fara þangað, þjónustan æðisleg og Álafosskvosin er náttúrlega bara perla :)  Mér líður svo vel þarna, allt borgarstressið skilið eftir við síðustu beygjuna ;)  
Hika ekki við að keyra úr Njarðvík og þangað :)
Ég er búin að vera í tuskuhekli undanfarna daga og fékk pöntun frá konu og mig vantaði meira garn í þeim litum sem hún valdi.  Þá var að skreppa og í stað þess að taka bara þessar 5 dokkur sem mig vantaði, 
þá komu 30 dokkur með mér heim !
Hlakka til að klára þessa pöntun og geta komið þeim tuskum á sinn stað :)
Þetta eru tuskur sem ég gerði fyrir eina konu um daginn, hún var svo ánægð með þær :)